Borgin ætti að sýna gott fordæmi og versla íslenska hönnun og framleiðslu

Þegar ég las um að það væru eftirlíkingar af Le Corbusier húsgögnum í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar kom það mér mjög á óvart. Það er skelfilegt að það skyldu fara eftirlíkingar inní þetta glæsilega hús þegar það var byggt. Ég skil líka vel að framleiðendur Le Corbusier húsgagnanna geri athugasemdir við það. En þá vekur þetta líka spurningar af hverju Reykjavíkurborg (í þessu tilfelli) velur að kaupa innflutt húsgögn.

Það eru fjölmörg íslensk framleiðslufyrirtæki sem vinna með frábærum íslenskum hönnuðum að gerð gæðahúsgagna sem standast samanburð við flest innflutt hönnunarhúsgögn. Reykjavíkurborg er því miður ekki eitt um að gera þetta og má þar nefna t.a.m. Flugstöð Leifs Eiríkssonar, ríkisfyrirtæki og stofnanir og svo lífeyrisjóðir okkar. Ég vil samt benda á að Akureyrarbær gerði vel þegar þeir byggðu Hof, menningarhúsið sitt. Þar var tekin ákvörðun að öll húsgögn og innréttingar sem færu þar inn væru íslensk og kom það mjög vel út.

Nú þegar Reykjavíkurborg hefur tilkynnt um að það eigi að farga þessum eftirlíkingum þá er spurning hvort ráðamenn þar sýni ekki gott fordæmi og versli íslenska hönnun og framleiðslu. Það væri mun ódýrara fyrir borgina og myndi styðja við þá frábæru þróun sem er í gangi hjá íslenskum húsgagnaframleiðendum sem margir hverjir eru staðsettir í Reykjavík.


mbl.is Borgin fargar húsgögnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband